6 vikna fjarnámskeið – Grunnpakki

Skráðu þig beint inn á námskeiðið – STRAX!!
4-vikna-einkakennsla-i-fjarnami

Hér stjórnar ÞÚ ferðinni – hvenær þú byrjar – hvar þú ert – þú lærir hraðlestur á þeim tíma dags sem hentar þér!

Almenn sex vikna fjarnámskeið – Á fjarnámskeiðinu fer kennari í gegnum grunntæknina í hraðlestri, námskeiðið er að öllu leyti það sama og 6 vikna almenna námskeiðið nema að nemandi lærir í gegnum kennsluvef Hraðlestrarskólans. Kennari skoðar m.a.

 • Af hverju við lesum almennt svona hægt
 • Hvernig hægt er að vel rúmlega tvöfalda lestrarhraða án þess að skilningur detti niður.
 • Af hverju lestrarskilningur og lestraránægja eykst við að lesa hraðar.
 • Skoðar lestur mismunandi lesefnis.
 • Leiðir að finna aðalatriði með skjótum hætti.
 • Grunnþætti þess að glósa markvissar.
 • Mismunandi glósuleiðir í vinnu eða námi.
 • Lestur af tölvuskjá eða lófatölvum.
 • Hvernig halda megi yfirsýn yfir mikið lesefni.
 • Leiðir að halda meiri einbeitingu í lestri jafnvel undir miklu álagi.
 • Leiðir að betri undirbúningi fyrir kennslustundir og fundi.

Hentar fyrir: 6 vikna fjarnámskeiðið hentar einstaklega vel fyrir nemendur í eldri deildum menntaskóla, háskóla eða einstaklinga í atvinnulífinu. Lágmarksaldur er almennt um 17 ár en yngri nemendur hafa tekið námskeiðið með góðum árangri.

Kennsluform:

Heimanám: Gert er ráð fyrir að lágmarki hálftíma til klukkustundar daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í námskeiðsgögnum.

Algengur árangur: Tvöföldun til þreföldun á lestrarhraða, 15-20% aukning á skilningi.

aeviabyrgdVefábyrgð og æviábyrgð fylgir hraðlestrarnámskeiðum Hraðlestrarskólans og tryggir þér rétt til að sitja sama námskeið aftur þegar þú hefur meiri tíma án endurgjalds, hvort sem það er til að bæta grunninn enn frekar, skerpa kunnáttuna eða bara ná enn meiri árangri. Kynntu þér upplýsingar um ábyrgð Hraðlestrarskólans.

Verð
Almennt verð er 36.500 kr. (Námsmenn 19.500 kr.)

– Velflest stéttarfélög greiða hluta af námskeiðagjöldum. – Kíktu á ítarlegri upplýsingar um verð, greiðsluleiðir og afslætti.

Innifalið í námskeiðagjaldi..
Ítarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur (m.a. í gegnum fyrirspurnir í ummælakerfi kennsluvefs), aðgangur í kennsluvef að gögnum og æfingum á netinu og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið námskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf.

Skráðu þig beint inn á námskeiðið – STRAX!!

Hvaða árangri máttu búast við?

“Námskeiðið bar tvímælalaust þann árangur sem ég vonaðist eftir og gott betur en það. Þjónusta til einstaklingins er frábær og skipulagið til fyrirmyndar. Ekki skemmdi það fyrir að fá alltaf súkkulaði. Námskeiðið margborgaði sig.”

Esther Ösp Valdimarsdóttir

19 ára nemi

“Ég sé loksins fram á að lesa uppsafnaðar jólabækur.”

Áslaug Katrín

17 ára nemi