Lærðu hraðlestur á þeim tíma sem hentar þér best!

Hér stjórnar þú alfarið ferðinni - hvenær þú lærir - hve hratt þú ferð yfir - hve oft þú vilt hlusta og verið þar sem þér finnst þægilegast að læra!  Það eina sem þú þarft er internet og sími, spjaldtölva eða PC/Mac. Taktu því skrefið strax í dag!

Almenn hraðlestrarnámskeið

Þrjár útfærslur á hraðlestrarnámskeiði – 6 vikna, 3 vikna og helgar

Öll hraðlestrarnámskeiðin okkar taka nemendur í gegnum grunntækni og lestur á afþreyingarefni eins og skáldsögum, leiða þau svo áfram inn í lestur á flóknari lesefni, vinnutengdu lesefni, námsefni og hvernig við beitum okkur við lestur á slíku efni. Á námskeiðinu er tekið stuttlega á glósum, tímastjórnun, markmiðasetningu og einbeitingu. Á öllum námskeiðum er sama efni kennt, sömu glærur og sömu æfingar – eingöngu mishratt farið í gegnum efnið.

Sex vikna hraðlestrarnámskeið – meiri tími með kennara. Almenn sex vikna hraðlestrarnámskeið eru haldin með reglulegu millibili á höfuðborgarsvæðinu. Þá er kennt einu sinni í viku, 2 klukkustundir í senn. Kennt er frá mánudegi til fimmtudags og er mismunandi upp á hvaða vikudag námskeið lendir. Alltaf er kennt sama vikudag og námskeið hefst á. Gert er ráð fyrir að lágmarki klukkustundar daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í námskeiðsgögnum. Kíktu á frekari upplýsingar um 6 vikna námskeið.

Algengur árangur: Þreföldun til fjórföldun á lestrarhraða, 25-30% aukning á skilningi.

Þriggja vikna hraðlestrarnámskeið – hámarksárangur á 14 dögum – eru svokölluð hraðnámskeið ætluð þeim sem vilja ná góðu valdi á hraðlestrartækninni með skjótum hætti. Frábær lausn þegar stutt er í próf, skil á stórum verkefnum eða bara þegar lítill tími er til stefnu. Farið er yfir nákvæmlega sama efni og á hinum hefðbundnu 6 vikna námskeiðum Hraðlestrarskólans. Kennt er einu sinni í viku, þrjár klukkustundir í senn. Alltaf er kennt sama vikudag og námskeið hefst. Gert er ráð fyrir að lágmarki klukkustundar daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali, t.d. hægt að nota skáldsögur eða námsefni. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í námskeiðsgögnum. Markvisst er unnið að því að hver nemandi sé að ná tvöföldun á lestrarhraða sínum og hefur reynslan sýnt að það sé raunhæft markmið. Kíktu á frekari upplýsingar um 3 vikna námskeið.

Algengur árangur: Tvöföldun til fjórföldun á lestrarhraða, 20-25% aukning á skilningi. Hámarksárangur á lágmarkstíma.

Helgarnámskeið – rúm tvöföldun á einum sólarhring. Hópurinn hittist yfir helgi – laugardag og sunnudag – 4 klukkustundir hvorn dag og tekur síðan 3 vikna æfingarkerfi í framhaldi af námshelgi. Á helgarnámskeiðinu fer kennari í gegnum sömu glærur, æfingar og kennslu og á 6 vikna og 3 vikna námskeiði og leiðir þannig þátttakendur inn í 3 vikna æfingakerfið og afhendir ítarleg námsgögn. Kíktu á frekari upplýsingar um helgarnámskeið.

Algengur árangur: Rúm tvöföldun á lestrarhraða, 15-20% aukning á skilningi.  Á aðeins sólarhring.  Eftir 3 vikna æfingaferlið í framhaldi af kennsluhelgi er árangur almennt um tvöföldun til fjórföldun á lestrarhraða, 20-25% aukning á skilningi.