Fá upplýsingar um einkakennslu

12 + 5 =

4 vikna EINKAKENNSLA í fjarnámi + 6 vikna fjarnámskeið í hraðlestri fylgir með í kaupbæti

4 vikna EINKAKENNSLA Hraðlestrarskólans er ætluð þeim er þurfa að fá grunnþekkingu í hraðlestrartækninni fljótt og undir leiðsögn kennara í gegnum vef. Nemanda er þá fylgt eftir í 4 vikur með blöndu af einkakennslu í gegnum SKYPE eða GOOGLE+, myndskeiðum á kennsluvef Hraðlestrarskólans, vikulegum æfingum og prófum með kennara.  Kennslan fer almennt fram fyrri hluta dags – fyrir eða eftir hádegi – og þá eftir hentugleika nemanda.  Í framhaldi veitir námskeiðið aðgang að 6 vikna æfingarkerfi og fjarnámskeiði sem nemandi getur tekið upp í beinu framhaldi eða hvenær sem það hentar þeim.

4 vikna einkakennsla í fjarnámiEinkakennslan hefur þó að leiðarljósi mikilvægi þess að byggja upp nýja markvissa lestrarvenju til framtíðar og leiðir því þátttakanda í gegnum 3 vikna æfingarferli í framhaldinu þar sem hann er að beita nýrri lestrartækni í um 15-60 mín. æfingakerfi á hverjum degi í að lágmarki 21 dag.  Námskeiðið hentar sérstaklega þeim er eiga erfitt með að sækja námskeið vikulega t.d. vegna búsetu, veikinda eða mikils álags í vinnu eða námi. Farið er yfir nákvæmlega sama efni og á hinum hefðbundnu 6 vikna námskeiðum Hraðlestrarskólans.

Kennari leiðir þátttakendur í gegnum kennsluefnið á á 4 vikum – 120 mín. einkakennslu í upphafi, myndskeiðum sem nemandi hefur aðgang að á nemendavef ásamt vikulegum 30 mín. æfingatíma og próftöku í gegnum vef. Í einkakennslunni fer kennari í gegnum grunntæknina

 • af hverju við lesum almennt svona hægt
 • hvernig hægt er að vel rúmlega tvöfalda lestrarhraða án þess að skilningur detti niður
 • af hverju lestrarskilningur og lestraránægja eykst við að lesa hraðar
 • skoðar lestur mismunandi lesefnis
 • leiðir að finna aðalatriði með skjótum hætti
 • grunnþætti þess að glósa markvissar
 • mismunandi glósuleiðir í vinnu eða námi
 • lestur af tölvuskjá eða lófatölvum
 • hvernig halda megi yfirsýn yfir mikið lesefni
 • leiðir að halda meiri einbeitingu í lestri jafnvel undir miklu álagi
 • leiðir að betri undirbúningi fyrir kennslustundir og fundi
 • þar eru einnig farið í gegnum mismunandi  æfingar sem nota megi í framtíðinni
 • leiðir þannig þátttakendur inn í 3 vikna æfingaferlið.

Nemandi fær aðgang að kennslugögnum ásamt prófum og aðgangi inn á kennsluvef Hraðlestrarskólans og er þessi aðgangur virkjaður um leið og greiðsla berst.


Eftir fyrsta tímann með kennara tekur við um 3-6 vikna æfingarferli í gegnum fjarnámskeið – þar sem nemandi beitir nýrri lestrartækni daglega og festir hana í sessi til frambúðar. Þá fær nemandi aðgang að kennsluvef Hraðlestrarskólans þar sem hann hefur aðgang að æfingum og aukaefni. Nemandi getur þannig spólað tilbaka og rennt í æfingar eins oft og hann vill – gert er ráð fyrir að æfingar séu notaðar í að lágmarki í 21 dag en nemandi hefur þó aðgang að æfingum til frambúðar og getur því tekið upp æfingar hvenær sem er í framtíðinni.  Gert er ráð fyrir að lágmarki klukkustundar daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali næstu 3-6 vikur, t.d. hægt að nota skáldsögur og/eða námsefni.  Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í námskeiðsgögnum.  Markvisst er unnið að því að hver nemandi sé að ná tvöföldun á lestrarhraða sínum  á helgarnámskeiðinu og hefur reynslan sýnt að það sé raunhæft markmið.

Algengur árangur: tvöföldun til fjórföldun á lestrarhraða, 20-25% aukning á skilningi.  Hámarksárangur á lágmarkstíma.

Dæmi um árangur á námskeiði..

Árangur á námskeiði helgina – 5. og 6. júní – á Akureyri

Laugardagur kl. 12.10 – Orðafjöldi á mínútu = 139 – Lestrarskilningur = 68%
Sunnudagur kl. 15.40 – Orðafjöldi á mínútu = 433 – Lestrarskilningur = 72%

…eða rúm þreföldun og aukinn lestrarskilningur á um 27 klukkustundum.

Árangursábyrgð, 36 mánaða ánægjuábyrgð og æviábyrgð fylgir helgarnámskeiðum Hraðlestrarskólans og tryggir þér rétt til að sitja námskeið aftur þegar þú hefur meiri tíma án endurgjalds, hvort sem það er til að bæta grunninn enn frekar, skerpa kunnáttuna eða bara ná enn meiri árangri.  Kynntu þér upplýsingar um ábyrgð Hraðlestrarskólans.

Verð

Almennt verð er 61.500 kr. (Námsmenn 51.500 kr.)Velflest stéttarfélög greiða hluta af námskeiðagjöldum. – ítarlegri upplýsingar um verð, greiðsluleiðir og afslætti.

ATH. Aðeins 10 manns eru teknir inn í einkakennslu í hverjum mánuði – nýttu þér tækifærið núna!

Innifalið í námskeiðagjaldi..

Ítarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, mikill aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur (m.a. daglegir tímar fyrir fyrirspurnir á SKYPE og aðstoð í gegnum síma og netfang), ótímabundinn aðgangur í gegnum vef að gögnum og æfingum á netinu í gegnum kennsluvef Hraðlestrarskólans, aðgangur að kennara og kennsluvef eftir að námskeiði lýkur, árangursábyrgð, 36 mánaða ánægjuábyrgð og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið námskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf á.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur spurningar um hraðlestur og hraðlestrarnámskeið í síma 773-0100 eða á netfangið jovvi@h.is

„Ég heiti Katrín og mig langar að deila minni reynslu með ykkur. Ég þyki mjög góður nemandi og hóf mastersnám erlendis haustið 2013. Þetta er mjög spennandi nám, en það er óhætt að segja að ég varð fyrir nettu áfalli þegar lestrarefnið var tilkynnt. Lestrarmagnið sem kunna átti hverja viku var óheyrilega mikið og þegar fram liður stundir sá ég að þetta var mér lífsins ómögulegt að komast yfir. Nú voru góð ráð dýr og ég mundi að ég hafði alltaf ætlað á hraðlestrarnámskeið en lét aldrei verða af því. Nú var ég erlendis og vissi ekki hvernig ég átti að snúa mér. Þá sá ég að Hraðlestrarskólinn var að auglýsa einkakennslu á Netinu. Ég hafði strax samband og pantaði námskeið og fékk gögnin send um hæl. Jón Vigfús tók mér opnum örmum og við sniðum námskeiðið að þeim knappa tíma sem ég hafði. Það skipti engum togum að ég þrefaldaði leshraða minn á ensku á skömmum tíma! Fræðigreinar sem áður tók mig upp undir 4 klukkustundir að lesa, gat ég klárað á einni klukkustund. Ég er í tölfræði og þegar nemendurnir fréttu að ég væri búin að lesa alla tölfræðibókina, þá áttu þeir ekki orð, enda ekki nokkur annar búinn að reyna það! Ég nýt núna námsins og eins og svo margir, sé ég bara eftir því að hafa ekki pantað einkakennslu fyrr. Frábært að læra í gegnum Netið og persónuleg og góð þjónusta. Ég fékk einstök ráð sem ég bý að í framtíðinni. Hjartans þakkir fyrir mig.“

Katrín

39 ára mastersnemi

„Ég get varla mælt nógu mikið með þessari einkakennslu! Þetta hefur verið frábært í alla staði og Jón er einstaklega fær leiðbeinandi. Námskeiðið fór langt fram úr mínum björtustu vonum og ég hef náð að margfalda lestrarhraðan á ekki nema 3 vikum sem mun nýtast mér afskaplega vel bæði í námi og starfi.“

Brynjar Örn Sveinjónsson

Flugmaður

“Frábært námskeið og framúrskarandi kennari! Ég náði að sjöfalda lestrarhraða minn á aðeins 14 dögum! Nú get ég loksins lesið ýmsar bækur sem legið hafa á hillunni allt of lengi!”

 

Bjarni Valur Guðmundsson

30 ára Íslensku- og bókmenntafræðingur

“Frábært námskeið með mjög góðum kennara sem hefur mikla þekkingu á efninu. Hjálpar einnig mikið að hafa farið yfir glósutækni, tímastjórnun og fleira. Námskeiðið stóðst mínar væntingar :-)”

 

Birna Dröfn Birgisdóttir

23 ára Meistaranemi í alþjóðaviðskiptum

“Mér fannst þetta námskeið það besta sem ég hef farið á hingað til. Lestrarhraðinn þrefaldaðist og skilningur minn var frábær í lok námskeiðsins. Kennari var góður og náði fullkomlega til manns. Þetta námskeið er frábærlega skipulagt og hugsað vel um hagsmuni manns. Mér finnst ég vera orðinn partur af ‘hraðlestrarfjölskyldu'“

17 ára nemi

“Frábært námskeið.  Vel skipulagt og mjög góður kennari. Kom virkilega á óvart hve mikið ég náði að auka lestrarhraðann. Ekki eins stressuð á að byrja í HÍ aftur eftir langa fjarveru frá námi.  Takk fyrir mig.”

Margrét Guðjónsdóttir

31 árs Umsjónarmaður líkhús Fossvogi

“Þetta námskeið er snilldin ein. Er svo sannarlega búnn að bæta lestrarhraðann, 3x – ekki slæmt. Frábær kennari, vel undirbúinn og með allt efnið á hreinu! – og ekki skemmir fyrir að fá prins og kók!”

 

Haraldur Ólafsson

21 ára nemi í Hraðbraut

“Ég hefði aldrei trúað því áður en ég fór á námskeiðið að þetta væri hægt og hvað þá að MÉR tækist að þrefalda lestrarhraða minn á 14 dögum.  Kennarinn er áberandi góður fyrirlesari, skýr og virkilega hvetjandi.  Algjörlega þess virði.”

Björg Eyþórsdóttir

22 ára Háskólanemi