3 vikna fjarnámskeið – í samstarfi við Námsflokka Hafnarfjarðar og símenntunarmiðstöðvar um land allt

3 vikna fjarnám í hraðlestriÞriggja vikna hraðlestrarnámskeið í fjarnámi eru svokölluð hraðnámskeið ætluð þeim sem vilja ná góðu valdi á hraðlestrartækninni með skjótum hætti. Frábær lausn þegar stutt er í próf, skil á stórum verkefnum eða bara þegar lítill tími er til stefnu. Farið er yfir nákvæmlega sama efni og á hinum hefðbundnu 6 vikna námskeiðum Hraðlestrarskólans.

Næsta námskeið:

Kennsludagar: Dagskrá væntanleg

SKRÁNING HAFIN í síma 585-5860

eða á www.NHMS.is

Staðsetning: Í völdum símenntunarmiðstöðvum og skólum um land allt – fréttir um hvaða símenntunarmiðstöðvar koma inn á næstu vikum.

Tímasetning: 19:00-22:00

Fyrirkomulag: Hópurinn hittist einu sinni í viku, á sama vikudegi og námskeiðið hefst. Farið er í ýmsar tækniæfingar sem ætlað er að þjálfa hraðlestrartæknina og kennari fer síðan í gegnum efni er tengist hraðlestri, námstækni, glósutækni og annað efni sem tengist lestri almennt. Nemendur fá ítarleg kennslugögn afhent og opnað verður fyrir aðgang að nemendavef Hraðlestrarskólans. Nokkrum dögum seinna er síðan opinn veffundur í gegnum Google Hangout þar sem nemendur fá svör við spurningum vikunnar.

Hentar fyrir: Alla, sérstaklega fyrir námsmenn en hentar líka fyrir fólk í atvinnulífinu eða þá sem þurfa eða vilja almennt lesa mikið.

Kennsluform:

  • Kennt einu sinni í viku
  • Kennt í fjarnámi í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar um land allt
  • Um 3 klukkustundir í senn
  • Aðgangur að 6 vikna fjarnámskeiði fylgir frítt með

Heimanám: Gert er ráð fyrir að lágmarki klukkustundar daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í námskeiðsgögnum.

Algengur árangur: Tvöföldun til fjórföldun á lestrarhraða, 20-25% aukning á skilningi. Hámarksárangur á lágmarkstíma.

abyrgd_allt_450x200Árangursábyrgð, 36 mánaða ánægjuábyrgð og æviábyrgð fylgir hraðlestrarnámskeiðum Hraðlestrarskólans og tryggir þér rétt til að sitja námskeið aftur þegar þú hefur meiri tíma án endurgjalds, hvort sem það er til að bæta grunninn enn frekar, skerpa kunnáttuna eða bara ná enn meiri árangri. Kynntu þér upplýsingar um ábyrgð Hraðlestrarskólans.

Verð
Almennt verð er 51.500 kr. (Námsmenn 34.500 kr.)

– Velflest stéttarfélög greiða hluta af námskeiðagjöldum. – Kíktu á ítarlegri upplýsingar um verð, greiðsluleiðir og afslætti.

Innifalið í námskeiðagjaldi..
Ítarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, mikill aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur (m.a. vikulegir tímar fyrir fyrirspurnir á Google Hangout og aðstoð í gegnum síma og netfang), aðgangur í gegnum nemendavef Hraðlestrarskólans – www.h.is/nemendur – að gögnum, glærum og æfingum á netinu, aðgangur að 6 vikna fjarnámskeiði á kennsluvef Hraðlestrarskólans – www.h.is/6viknafjarnamskeid – aðgangur að kennara eftir að námskeiði lýkur, árangursábyrgð, 36 mánaða ánægjuábyrgð og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið námskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf á.

Hvaða árangri máttu búast við?

“Ég las mjög hægt sem hafði mikil áhrif á afköst í námi. Nú hef ég um það bil fjórfaldað hraðann minn og skil betur það sem ég les. Ég finn strax, eftir 3 vikur, að ég hef meiri tíma til að leika með börnunum mínum.”

Hafdís Erla Árnadóttir

32 ára nemi

“Ég sé loksins fram á að lesa uppsafnaðar jólabækur.”

Áslaug Katrín

17 ára nemi