Lærðu hraðlestur á þeim tíma sem hentar þér best!

Hér stjórnar þú alfarið ferðinni - hvenær þú lærir - hve hratt þú ferð yfir - hve oft þú vilt hlusta og verið þar sem þér finnst þægilegast að læra!  Það eina sem þú þarft er internet og sími, spjaldtölva eða PC/Mac. Taktu því skrefið strax í dag!

Geta allir lært að lesa hraðar en þeir gera í dag?

Hvort sem þú telur þig lesa hratt eða hægt – þú getur aukið lestrarhraðann og haldið lesskilningi eins góðum, jafnvel betri en áður. Ekki viss um að það sé rétt? Hér að ofan má sjá myndskeið þar sem Jón Vigfús Bjarnason, Skólastjóri Hraðlestrarskólans skoðar af hverju allir geta lesið hraðar.

Er hraðlestur erfiður?

Nei, reynslan sýnir að yfir 99% þátttakenda sem leggja á sig þá vinnu sem mælst er til, sem er um ein klukkustund á dag, ná tiltölulega auðveldlega að tvöfalda lestrarhraða sinn á fyrstu 7-14 dögunum. Í raun er meðaltalsaukning nemenda okkar rúm þreföldun á lestrarhraða.  Í langflestum tilfellum er þetta spurning um vilja. Viltu eiga meiri tíma í annað en lestur vinnu- eða skólagagna?  Sérðu þér hag af því að komast ekki bara hraðar, heldur margfalt hraðar í gegnum efnið? Sérðu þér hag af því að ná meiri einbeitingu og meiri skilning út úr lesefninu þínu? Þá er þetta eingöngu spurning um það að þú búir yfir þeim vilja sem þarf til að taka frá tíma daglega til að þjálfa hraðlestrartæknina.  Árangurinn er það fljótur að skila sér að þessi klukkustund sem mælst er til skilar sér fljótt tilbaka.  Ef þú hefur það að venju að eyða um 2 stundum daglega í lestur og nærð að tvöfalda á 7 dögum, þá er klukkustundin búin að skila sér á innan við viku.

En ég hef engan tíma í svona…

…því það er nóg að gera í skólanum þessa dagana, er setning sem hljómar mjög oft.  Spurningin er þó frekar þessi; getur þú sleppt því að taka frá tíma í hraðlestrarnámið?  Jafnvel þegar nemendur hafa tekið námskeiðið í miðjum prófatörnum og þá auðvitað lítill tími fyrir heimaæfingar á námskeiðinu, þá hefur þeim tekist að tvöfalda lestrarhraðann sinn.Þeir finna strax fyrir mun við prófalesturinn því velflestir finna strax mun á hraða og einbeitingu eftir fyrsta tímann.

“Ég var fyrst ekki viss um hvort að námskeiðið myndi gefa eitthvað af sér en strax eftir fyrsta tíma fann ég mun á lestrarhraðanum og þetta kom mér rosalega á óvart.”

Sigurður Rafn

17 ára nemi.

“Þetta námskeið var í alla staði vel skipulagt og skemmtilegt. Það er hvetjandi að sjá framför strax í fyrsta tíma. Takk fyrir.”

Emilía Kristjánsdóttir

22 ára nemi

“Ég sótti hraðlestrarnámskeiðið eftir að hafa séð auglýsingu í skólanum mínum. Ég bjóst við einhverjum árangri en hann hefur verið langt umfram mínar björtustu vonir. Ég finn strax mun við heimanámið og þá sérstaklega við próflestur. Ég er ekki aðeins ánægð með aukinn lestrarhraða heldur er ég farin að ná texta betur við fyrsta lestur og grípa efnið mun betur. Takk kærlega fyrir mig.”

Ásgerður Snævarr

17 ára nemi.

“Ég var steinhissa að strax eftir fyrsta tíma sá maður framfarir. Datt ekki í huga að maður gæti náð svona mikið meiri hraða fyrr en kannski eftir 3-4 tíma.”

Hallbera Eiríksdóttir

22 ára nemi í HR