Hjálpar hraðlestur þeim sem eru hæglæsir?

Já, engin spurning. Almennur lestrarhraði er í kringum 240 til 300 orð á mínútu en fjölmargir sem koma á námskeiðið hjá okkur eru að lesa í kringum 50-100 orð á mínútu. Sumir þeirra hafa greinst með lesblindu á einhverju stigi en það er þó ekki alltaf svo. Námsráðgjafar og sérkennarar hafa enda verið mjög duglegir í gegnum tíðina að vísa nemendum sínum til okkar enda vita þeir af reynslu hvernig hraðlestrarkunnáttan er að almennt að auðvelda hæglæsum nemendum þeirra í náminu og við almennan lestur.

En leyfum þeim hæglæsu nemendum sem hafa setið hraðlestrarnámskeiðið að segja sína sögu:

Hvað segja hæglæsir nemendur sem sótt hafa hraðlestrarnámskeið um það (með leyfi viðkomandi)?

“Ég las mjög hægt og hafði ekki mjög mikla löngun til að lesa. Ég hafði litla trú á mér í lestrinum en nú les ég miklu hraðar, finnst gaman að lesa og hef fulla trú á mér sem lesanda. Takk fyrir mig :-)”

Katrín Ísbjörg Aradóttir, 16 ára nemi.

“Ég hélt alltaf að ég væri bara hæglæs frá náttúrunnar hendi. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti spænt í gegnum mikinn texta og munað svo megnið úr honum. Nú get ég það og það er ekkert mál. Hreint ótrúlegt!”

Hrönn Brynjarsdóttir, 34 ára nemi.

“Ég var mjög lengi að lesa áður en ég tók námskeiðið og hafði aldrei klárað heilann kafla í náminu í háskóla. Menntaskólinn var auðveldur og þar var lítilll lestur. Eftir að ég tók námskeiðið hafði ég bætt lestrarhraðann um helming án þess að það kæmi niður á skilningi.”

Jóhanna Ásta, 20 ára nemi í Sálfræði.

“Ég átti alltaf erfitt með að lesa og las þar af leiðandi aldrei fyrir próf. Eftir að ég fór á námskeiðið les ég að minnsta kosti þrisvar sinnum yfir námsefnið og hef ekki fengið undir 8 í prófi eftir námskeiðið.”

Auður Elísabet, 18 ára nemi.

“Ég hafði alltaf átt í erfiðleikum með lestur og skilning en eftir að hafa setið þetta námskeið breyttist það til muna. Ég hélt að kraftaverk væru bara til í ævintýrum. Takk fyrir mig! :-)”

Gunnar Torfi Steinarsson, 17 ára nemi.

“Fyrir námskeiðið fannst mér óyfirstíganlegt að lesa námsefnið mitt. Ég gafst alltaf upp því mér fannst ég engan skilning hafa á efninu og lesturinn gekk löturhægt. Námskeiðið skilaði mér strax í byrjun miklu meiri hraða og töluvert betri skilning. Frábært námskeið út í gegn, gagnlegt fyrir alla.”

Díana Hrund, 21 árs nemi.

“Ég vissi að það væri gott fyrir mig að fara á þetta námskeið, þar sem að ég var frekar hæglæs. En þegar því var lokið þá er ég ekki bara farin að lesa mun hraðar heldur finnst mér skemmtilegra að lesa.”

Margrét Rán, 20 ára lögfræðinemi í HR.

“Áður en ég fór á námskeiðið las ég mjög hægt og átti erfitt með að halda einbeitingunni í námsefninu en eftir námskeiðið kvíði ég ekki jafn mikið fyrir próflestrinum og er auk þess farin að lesa mér til gamans :-).”

Arna Rún G., 19 ára nemi.

“Ég var ekki alltof áhugasöm en eftir fyrsta tímann þá leit ég allt öðrum augum á lestur. Ég hef alltaf verið mjög hæglæs og ekki vitað hvað ég ætti að gera til að bæta mig. Þetta hjálpaði mér mjög mikið. Mér finnst að þetta ætti að vera sett inn í alla skóla.”

Ágústa Bergsveinsdóttir, 18 ára námsmaður.

“Í fyrstu las ég rétt um 100 orð á mínútu. Eftir þriðja tímann var ég farin að lesa yfir 1.000 orð á mínútu og með 30% betri lesskilning en áður. Þetta á eftir að nýtast mér mikið í náminu og í framtíðinni.”

Eva Rún, 16 árs nemi.

“Ég hef alltaf lesið frekar hægt. Mér finnst þetta mjög gott námskeið. Ég bætti lestrarhraða mikið og skilning líka. Ég kemst núna miklu hraðar í gegnum námefnið. Mæli eindregið með því.”

Laufey, 16 ára nemi.

“Ég hef lengi vitað að ég les alltof hægt. Pirrar maka og vini mikið ef ég les yfir öxl þeirra og bið þá að stoppa og bíða. á meðan ég klára. Ég er strax kominn með tæplega fjórfaldan hraða eftir helgarnámskeið!”

Finnur F. Gunnarsson, 31 árs orkuráðgjafi.

“Ég var mjög hæglæs í byrjun, en bætti mig mjög mikið bæði í hraða og lesskilning. Það mun hjálpa mér mjög mikið í skóla ásamt því að læra að ná betri tökum á glósutækni.”

Berglind, 17 ára nemi.

“Ég ákvað að fara á námskeiðið af því að vinkona mín fór á það og bætti sig mjög mikið. Ég byrjaði í 88 orðum á mínútu og er nú komin upp í 586 orð á mínútu og er gríðarlega ánægð með árangurinn. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði!”

Ingibjörg Jóhannesdóttir, 18 ára nemi.

“Áður en ég fór á námskeiðið var ég afar óörugg og ósátt við eigin leshraða. En nú hef ég öðlast trú og öryggi á sjálfri mér og veit að ég get staðið mig betur með réttri kunnáttu!”

Rakel Guðmundsdóttir, 21 árs nemi.

“Ég las mjög hægt fyrir námskeiðið, svo ég ákvað að skella mér á þetta því ég þarf að lesa mjög mikið í mínu námi. Ég átti von á bætingu en ekki svona mikilli á svo stuttum tíma. Ég náði að nærri þrefalda lestrarhraðann minn á helgarnámskeiði. Takk fyrir mig!”

Telma Dís, 20 ára meistaranemi í Jarðeðlisfræði.

“Ég las mjög hægt og var í 140 orðum á mínútu og fór upp í 280 orð á mínútu með góðum skilningi.”

Jónína Snorradóttir, 39 ára nemi í MPM.

“Áður en ég byrjaði á námskeiðinu las ég frekar hægt og skildi ansi lítið. Eftir námskeiðið hef ég meira en fimmfaldað leshraðann minn og skilningur á því sem ég les er gífurlegur. Hlakka til að takast á við háskólanámið.”

Hjörtur Eyþórsson, 25 ára nemi.

“Ég hef lengi ætlað mér að fara á þetta námskeið því ég les mjög hægt. Ég trúði því að ég gæti örugglega tvöfaldað, kannski jafnvel þrefaldað hraðann minn. Eftir þetta námskeið sé ég að ég get, með meiri æfingu, öðlast mun meiri hraða. Eftir fyrsta tímann var hraðinn orðinn 2,5 sinnum meiri og viku síðar allt að 4 sinnum meiri. Þetta er ekki flókið ferli en eins og allt annað sem maður vill gera betur, kallar á æfingu.”

37 ára skrifstofumaður.

“Ég hef alltaf verið mjög hæglæs og hafði enga trú á að ég gæti bætt hraðann hjá mér en bætti hann um helming á fyrsta degi.”

32 ára skrifstofumaður.

“Mér fannst mjög áhugavert og skemmtilegt að sitja þetta námskeið. Markmið mitt var 800 orð á mínútu. Ég las 79 orð á mínútu í byrjun og náði að svara 8 svörum rétt í fyrsta prófi. Í lok námskeiðs var ég komin í 995 orð á mínútu, markmið komið og náði að svara 7 spurningum rétt.”

17 ára nemi í MR.

 

“Ég hafði alltaf átt í erfiðleikum með lestur og skilning en eftir að hafa setið þetta námskeið breyttist það til muna. Ég hélt að kraftaverk væru bara til í ævintýrum. Takk fyrir mig! :-)”

Gunnar Torfi Steinarsson

17 ára nemi

Lærðu hraðlestur á þeim tíma sem hentar þér best!

Hér stjórnar þú alfarið ferðinni - hvenær þú lærir - hve hratt þú ferð yfir - hve oft þú vilt hlusta og verið þar sem þér finnst þægilegast að læra!  Það eina sem þú þarft er internet og sími, spjaldtölva eða PC/Mac. Taktu því skrefið strax í dag!

Geta allir lært að lesa hraðar?

“Ég sé loksins fram á að lesa uppsafnaðar jólabækur.”

Áslaug Katrín

17 ára nemi

“Ég hélt alltaf að ég væri bara hæglæs frá náttúrunnar hendi. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti spænt í gegnum mikinn texta og munað svo megnið úr honum. Nú get ég það og það er ekkert mál. Hreint ótrúlegt!”

Hrönn Brynjarsdóttir

34 ára nemi

“Ég átti alltaf erfitt með að lesa og las þar af leiðandi aldrei fyrir próf. Eftir að ég fór á námskeiðið les ég að minnsta kosti þrisvar sinnum yfir námsefnið og hef ekki fengið undir 8 í prófi eftir námskeiðið.”

Auður Elísabet

18 ára nemi

“Áður en ég fór á námskeiðið var ég afar óörugg og ósátt við eigin leshraða. En nú hef ég öðlast trú og öryggi á sjálfri mér og veit að ég get staðið mig betur með réttri kunnáttu!”

Rakel Guðmundsdóttir

21 árs nemi

“Ég las mjög hægt fyrir námskeiðið, svo ég ákvað að skella mér á þetta því ég þarf að lesa mjög mikið í mínu námi. Ég átti von á bætingu en ekki svona mikilli á svo stuttum tíma. Ég náði að nærri þrefalda lestrarhraðann minn á helgarnámskeiði. Takk fyrir mig!”

Telma Dís

20 ára meistaranemi í Jarðeðlisfræði

“Áður en ég byrjaði á námskeiðinu las ég frekar hægt og skildi ansi lítið. Eftir námskeiðið hef ég meira en fimmfaldað leshraðann minn og skilningur á því sem ég les er gífurlegur. Hlakka til að takast á við háskólanámið.”

Hjörtur Eyþórsson

25 ára nemi