Lærðu hraðlestur á þeim tíma sem hentar þér best!

Hér stjórnar þú alfarið ferðinni - hvenær þú lærir - hve hratt þú ferð yfir - hve oft þú vilt hlusta og verið þar sem þér finnst þægilegast að læra!  Það eina sem þú þarft er internet og sími, spjaldtölva eða PC/Mac. Taktu því skrefið strax í dag!

Hraðlestur í námi

Ertu í skóla en vilt ná meiri árangri?

Þá hefur þú gott tækifæri til að skerpa á árangrinum í náminu með því að sitja hraðlestrarnámskeið – og læra að lesa. Námið verður auðveldara og glósur verða markvissari. Við tökum sérstaklega á lestri námsbóka. Eftir námskeiðið tala nemendur um að einbeitingarleysi við lestur námsbóka heyri sögunni til – ástæðan einföld…..eins og þú munt komast að á námskeiðinu. Viltu fá tækifæri til að hafa meiri tíma í verkefni, hafa tök á að komast yfir allt lesefni sem þér er sett fyrir, jafnvel tvisvar eða þrisvar sinnum?? Tek á því á námskeiðinu. Viltu læra hvernig þú átt að kynna þér betur aðalatriði í námsbókum og kynna þér lykilhugtök? Því þetta er allt hluti af hraðlestrarnámskeiðinu.

Námskeið sem henta þér?

Viltu hafa meiri tíma til að komast yfir námsefnið?

 • Viltu geta komist hraðar og markvissar í gegnum námsbækurnar?
 • Viltu nýta betur þann tíma sem þú notar við heimanám?
 • Viltu ná að muna betur það efni sem þú lest?
 • Viltu ná að skilja betur það efni sem þú lest?
 • Viltu finna fyrir meiri áhuga á því efni sem þú lest?
 • Viltu fá meiri tíma í íþróttaiðkun eða að sinna öðrum áhugamálum?
 • Viltu fá meiri tíma til að hitta vinina?
 • Viltu eiga félagslíf með skólanum?

Ef þú getur svarað einhverri þessara spurninga játandi þá sérð þú hag af því að taka frá tíma til að þjálfa upp hraðlestrarfærni þína.  Lestur sem þú kláraðir áður á 60 mínútum tekur í framtíðinni aðeins 30 mínútur ef þú nærð lágmarksárangri á námskeiði okkar sem er tvöföldun lestrarhraða. Flestir sem sitja námskeiðið finna þó það fljótt fyrir því að námskeiðið skilar þeim meiri tíma og meiri árangri í náminu að þeir eru tilbúnir að taka vel á við þjálfun hraðlestrartækninnar og nýta þannig námskeiðið til fullnustu.

Hvað segja nemendur almennt um námskeiðið okkar?

„Ég trúði þessu ekki fyrr en bekkjarsystir mín sem var með mikinn skólaleiða kláraði námskeiðið og var allt í einu eina manneskjan sem var búin að læra fyrir tíma. Þá ákvað ég að skella mér og hef fundið fyrir því sama.“

Sigurlaug, 19 ára nemi í MS

„Vinur minn fær alltaf mjög háar einkunnir og sagði mér (í trúnaði) að leyndarmálið hans væri Hraðlestrarskólinn. Ég er mjög metnaðargjörn og hef oft hugsað mér að koma á þetta námskeið, hann ýtti mér af stað. Ég hef þegar séð mun á einkunnum og hlakka til að sjá hvernig prófin í vor koma út.“

18 ára nemi

„Ég vissi í raun ekki alveg við hverju var að búast, en eftir námskeiðið las ég 4 sinnum hraðar og skilningur jókst til muna, sem og skipulag á námslestri.“

Ásdís Sigurjónsdóttir, 25 ára nemi

„Árangur á námskeiðinu kom mér mikið á óvart. Ég trúði því ekki að það væri hægt að bæta lestrarhraða svona mikið á svo stuttum tíma. Það sem ég lærði í Hraðlestrarskólanum er strax byrjað að hjálpa mér í námi og annars staðar. Alveg hreint ótrúlegt, tæplega sjöfaldað hraðann á aðeins þrem vikum. Mæli eindregið með því.“

Telma Dögg – 16 ára nemi

„Áður en ég sat námskeiðið var ég að drukkna í námsefni, átti erfitt með einbeitingu & mundi ekki það sem ég las, nú er þetta allt annað! Hef meiri frítíma & nýt námsins mun betur.“

Íris Cochran Lárusdóttir, 23 nemi

Ég las mjög hægt sem hafði mikil áhrif á afköst í námi.  Nú hef ég um það bil fjórfaldað hraðann minn og skil betur það sem ég les.  Ég finn strax, eftir 3 vikur, að ég hef meiri tíma til að leika með börnunum mínum.

Hafdís Erla Árnadóttir, 32 ára nemi.

“Námskeiðið hjálpaði mér að öðlast nýja vídd í lesefnið með því að gera mér kleift að rúlla í gegnum texta og muna meirihluta innihaldsins, eitthvað sem var mjög torvelt fyrir mig áður fyrr.”

Jóhann Grétar, 22 ára nemi.

“Ég var ekki nógu dugleg að æfa mig heima, en engu að síður náði ég markmiðinu sem ég setti mér í upphafi námskeiðs. Helstu kostirnir við aukinn leshraða finnast mér vera aukin athygli við lestur, betri heildarsýn á lesefnið og það að geta lesið (náms)efni oftar yfir á styttri tíma.”

Arndís Anna Kristínar-og Gunnarsdóttir, 24 ára laganemi.

“Ég var fyrst um sinn frekar stressuð og var ekki viss um að þetta hefði neitt upp úr sér, en þegar það leið á daginn kom annað í ljós. Árangurinn lét ekki bíða eftir sér og mér fór fram í námi utan námskeiðsins, varð rosalega ánægð og fylltist metnaði í öllu því sem krafðist lesturs. Að vísu var frekar erfitt að finna tíma til að æfa sig, en það opnaðist fyrir mér ný veröld þegar ég hafði loks þrefaldað lestrarhraðann og hugtakið „skilningur“ fékk að vissu leiti nýja merkingu.”

Aldís Buzgó

17 ára nemi í FB

NÝTT!! – FRÍR PDF-bæklingur fyrir þig – 11 einföld ráð til að lesa námsbók með góðum skilningi og án þess að svæfa þig.


Þegar við erum að velta fyrir okkur hvernig hraðlestur hjálpar okkur í námi er ekki úr vegi að kíkja á 11 einföld ráð til að takast á við námsbækurnar. Þessar reglur ættu að gefa öllum þægilega yfirsýn á það hvernig þeir eiga að nýta tímann við lestur námsbókar.

Þessi 11 ráð eru byggð upp á ráðleggingum ýmissa meistara sem ég hef lesið í gegnum tíðina og eru öll atriði sem ég hef kennt og beðið nemendur um að tileinka sér á hraðlestrarnámskeiðum og framhaldsnámskeiðinu – Hvernig á að lesa námsbók? – og ef þú tileinkar þér þau hættir þú að finna fyrir því að hugurinn þinn fari að hugsa um eitthvað allt annað við lesturinn – og námsbókin á erfiðara með að svæfa þig.

Einbeiting og skilningur þinn á textanum við lestur verður allt annar – ástæðan einföld – þú ert núna að lesa með skýrt markmið í huga. Þú ert að leita svara. Þú ert ekki lengur að lesa námsbókina með svipuðum hætti og þegar þú lest skáldsögu – frá fyrstu síðu og til þeirrar síðustu. Þú ferð í gegnum hana – með það að leiðarljósi að finna þau atriði sem kennari vill að þú sért að leggja áherslu á – að finna þau atriði sem höfundur vill að þú sért að leggja áherslu á. Fyrir vikið situr meira eftir af aðalatriðum lesefnis – glósur verða markvissari og þú átt auðveldara með að tileinka þér og lesa allt lesefni sem þér er sett fyrir yfir önnina.

11 ráðin sem Jón skoðar:

 1. Gerðu þér grein fyrir að þú ætlir að lesa kaflann oftar en einu sinni
 2. Hafðu markmið hvers yfirlesturs skýrt í huganum
 3. Forlestur – út í hvað ertu að fara? – 20% af tíma
 4. Lykilorð, lykilatriði og lykilhugtök
 5. Búa til spurningar
 6. Lestur kafla – leitaðu svara – 40-50% af tíma
 7. Leggðu áherslu á lykilþætti úr forlestri
 8. Vertu virkur lesandi
 9. Svaraðu spurningum
 10. Eftirlestur – er eitthvað að fara framhjá þér? – 20% af tíma
 11. Leggja áherslu á veika bletti

ÁBENDING: Þessum fría rafbækling má afrita, dreifa, áframsenda, prenta og nýta að vild, svo fremi að honum sé ekki breytt að neinu leyti og að hann birtist í nákvæmlega sömu mynd og hér.  Það má ekki selja eða rukka fyrir þennan bækling að neinu leyti.

Smelltu þér í vinahópinn okkar á Facebook!