Lærðu hraðlestur á þeim tíma sem hentar þér best!

Hér stjórnar þú alfarið ferðinni - hvenær þú lærir - hve hratt þú ferð yfir - hve oft þú vilt hlusta og verið þar sem þér finnst þægilegast að læra!  Það eina sem þú þarft er internet og sími, spjaldtölva eða PC/Mac. Taktu því skrefið strax í dag!

Uppfærð síða um kennarann - má finna hér!

“Frábært námskeið með mjög góðum kennara sem hefur mikla þekkingu á efninu. Hjálpar einnig mikið að hafa farið yfir glósutækni, tímastjórnun og fleira. Námskeiðið stóðst mínar væntingar :-)”

 

Birna Dröfn Birgisdóttir

23 ára Meistaranemi í alþjóðaviðskiptum

Hver er kennarinn?

Jón Vigfús Bjarnason

Jón Vigfús Bjarnason

Skólastjóri Hraðlestrarskólans

Jón Vigfús er skólastjóri og aðalkennari Hraðlestrarskólans, fyrirlesari og metsöluhöfundur. Áhugi hans á hraðlestrartækninni og leiðum til að auðvelda sér nám kom til er hann var við nám í Viðskiptalögfræði á Bifröst og sá hvernig hraðlestrartæknin auðveldaði honum verulega að komast yfir allt lesefni í náminu.

Sjálfur hefur hann lesið töluvert í gegnum tíðina en í dag les hann um 6-7 bækur vikulega.  Nokkuð sem væri ekki möguleiki nema með hjálp hraðlestrartækninnar.  Á meðan að hann var í námi á Bifröst – tók hann að sér að vera stuðningsfulltrúi nemenda og var sem slíkur að aðstoða samnemendur við námið.  Hann hefur einnig haldið fjölda námstækninámskeiða undanfarin ár.

Í starfi sínu hefur hann aukið talsvert svokallaða fyrirtækjaþjálfun þar sem hann fer með fyrirtækjahópa og einstaklinga í einkaþjálfun í gegnum hraðlestrarkennslu, tímastjórnun, markmiðasetningu.

Hann hefur réttindi sem Productivity Coach og kennir sem slíkur tímastjórnun og markmiðasetningu.  Hann er einnig með réttindi sem iMindMap Master Trainer og kennir sem slíkur notkun í hugarkortum á tölvum – hvort sem það er í námi eða vinnu í gegnum Hugarkort.is.  Einnig er hann með réttindi sem Guerrilla Marketing Coach – en þar leiðir hann fyrirtækjahópa og einstaklinga í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í gegnum það hvernig þessi fyrirtæki geta komið sér á framfæri og markaðsett sig með skýrari hætti.

Jón Vigfús hefur þó sérstaklega sérhæft sig í að þjálfa námsmenn í að tækla þær námsvenjur sem eru að halda aftur af þeim.  Allar venjur, lestrarvenjur, tímavenjur, glósuvenjur og námsvenjur almennt – eiga sinn líftíma. Í 90% tilfella eru það þessar venjur sem halda aftur af námsfólki.  Öllum venjum er hægt að breyta og móta að vild.  Þeim á að breyta þegar þeirra líftími er liðinn.

Í tengslum við þá reynslu hefur hann verið að markaðssetja sig sem The Learning Boss og hefur verið að byggja upp reynslu bæði hér á landi og erlendis í að þjálfa  stjórnendur og eigendur fyrirtækja að gera virka símenntun að daglegri venju.  Taka tímavenjur, námsvenjur, vinnuvenjur og breyta þeim sem eru komnar á tíma og farnar að halda aftur af viðkomandi og veita þeim þjálfun í einföldu ferli sem tekur þá – skref fyrir skref – í gegnum hvernig eigi að breyta venjum.baekur Í tengslum við það hefur hann skrifað tvær metsölubækur – aðra þeirra með Íslandsvininum Brian Tracy.

  • Jón Vigfús er með 6 bækur um hraðlestur í vinnslu og er útgáfa þeim ætluð árið 2016-2019.
  • Hann skrifaði metsölubók með Brian Tracy – Counter Attack: Business Strategies for Explosive Growth in the New Economy – sem kom út í janúar 2011 og fór beint á metsölulista Amazon. (Fréttatilkynning)
  • Hann var einnig meðhöfundur metsölubókarinnar – The Next Big Thing: 30 Business Trends You Can’t Afford to Ignore and the Entrepreneurs Who are Driving Them! – sem kom út í mars 2011 og skaut sér einnig á metsölulista Amazon. (Fréttatilkynning)

Ef þú vilt hafa samband við Jón Vigfús getur þú skotið pósti á jovvi@h.is, bætt honum inn á SKYPE sem jonvigfus eða tengst honum á Facebook – www.facebook.com/jonvigfus eða G+ –www.gplus.to/jonbjarnason

Aðrar leiðir til að ná sambandi við Jón:

Höfundasíða Jóns á Amazon.com

Upplýsingar um Jón á America’s Premier Experts

LinkedIn: www.linkedin.com/in/learningboss

Facebook: www.facebook.com/LearningBoss

Twitter: www.twitter.com/JonBjarnason

“Frábært námskeið.  Vel skipulagt og mjög góður kennari. Kom virkilega á óvart hve mikið ég náði að auka lestrarhraðann. Ekki eins stressuð á að byrja í HÍ aftur eftir langa fjarveru frá námi.  Takk fyrir mig.”

Margrét Guðjónsdóttir

31 árs Umsjónarmaður líkhús Fossvogi

 Af hverju er einbeiting meiri þegar við lesum hratt?

“Mér fannst þetta námskeið það besta sem ég hef farið á hingað til. Lestrarhraðinn þrefaldaðist og skilningur minn var frábær í lok námskeiðsins. Kennari var góður og náði fullkomlega til manns. Þetta námskeið er frábærlega skipulagt og hugsað vel um hagsmuni manns. Mér finnst ég vera orðinn partur af ‘hraðlestrarfjölskyldu'“

17 ára nemi

“Þetta námskeið er snilldin ein. Er svo sannarlega búnn að bæta lestrarhraðann, 3x – ekki slæmt. Frábær kennari, vel undirbúinn og með allt efnið á hreinu! – og ekki skemmir fyrir að fá prins og kók!”

 

Haraldur Ólafsson

21 ára nemi í Hraðbraut

“Ég hefði aldrei trúað því áður en ég fór á námskeiðið að þetta væri hægt og hvað þá að MÉR tækist að þrefalda lestrarhraða minn á 14 dögum.  Kennarinn er áberandi góður fyrirlesari, skýr og virkilega hvetjandi.  Algjörlega þess virði.”

Björg Eyþórsdóttir

22 ára Háskólanemi