Hér má sjá stutta kynningu um hvað þú lærir á hraðlestrarnámskeiði…

Þar fer Jón Vigfús Bjarnason, Skólastjóri Hraðlestrarskólans í gegnum kynningu um námskeiðið.

“Hefði aldrei geta trúað því hvað þetta er sniðug aðferð til að lesa. Kom líka á óvart hve mikið auka efni s.s. glósutækni, minnisaðferðir, upprifjunartækni var á námskeiðinu. Þetta var eins og extra bónus sem nýtist mér rosalega vel. Takk.”
Elín G. Hólmarsdóttir, 28 ára nemi

18 mínútna kynning um hraðlestrarnámskeiðin

Á hraðlestrarnámskeiðunum læra þátttakendur svo…

 • að margfalda lestrarhraðann.
 • að auka einbeitinguna.
 • að lesa námsbækur, handbækur & skýrslur með betri árangri en áður.
 • að halda betri yfirsýn yfir mikið lesefni.
 • að lesa dagblöð og tímarit.
 • að auka hraða í lestri á tölvuskjá, lestölvum & spjaldtölvum.
 • að skrá minnisatriði á fundum og fyrirlestrum.
 • að skrá minnisatriði við lestur á erfiðu námsefni.
 • aðferðir til þess að auka eftirtekt sína og auðvelda þeim að rifja upp megin atriði í lesefni.
 • að lesa án þess að heyra orðin klingja í huga sér.
 • að lesa lesefni með mismunandi hætti eftir því hvort þeir eru að lesa bókmenntaperlur, reyfara eða námsbækur.
Fékk mig til að líta allt öðrum augum á lestur, almennt, s.s. hve miklu máli skiptir að stjórna augunum. Náði að 2-3 falda hraða og bæta skilning í leiðinni – markmiði náð!”
Daníela Gunnarsdóttir, 24 ára nemi
“Frábært námskeið. Frábær kennari. Frábær árangur!”
Sigrún Helga, 24 ára laganemi
“Fór á námskeiðið með það í huga að bæta smá við lestrarhraða minn þar sem ég hef stundum verið að drukkna í lesefni í skólanum og sjaldnast komist yfir allt lesefnið. Nú hef ég enn meiri trú á sjálfri mér og er því óhrædd við að takast á við þriðja veturinn og BA ritgerðina. Ég mun án efa halda áfram að æfa mig til að auka hraðann enn meira og á jafnvel eftir að sitja námskeiðið aftur.”
Hrefna Gerður Björnsdóttir, 25 ára lögfræðinemi.

Kynntu þér námskeið Hraðlestrarskólans

Lærðu hraðlestur á þeim tíma sem hentar þér best!

Hér stjórnar þú alfarið ferðinni - hvenær þú lærir - hve hratt þú ferð yfir - hve oft þú vilt hlusta og verið þar sem þér finnst þægilegast að læra!  Það eina sem þú þarft er internet og sími, spjaldtölva eða PC/Mac. Taktu því skrefið strax í dag!

“Námskeiðið bar tvímælalaust þann árangur sem ég vonaðist eftir og gott betur en það. Þjónusta til einstaklingins er frábær og skipulagið til fyrirmyndar. Ekki skemmdi það fyrir að fá alltaf súkkulaði. Námskeiðið margborgaði sig.”

Esther Ösp Valdimarsdóttir

19 ára nemi

“Ég sé loksins fram á að lesa uppsafnaðar jólabækur.”

Áslaug Katrín

17 ára nemi