Lærðu hraðlestur á þeim tíma sem hentar þér best!

Hér stjórnar þú alfarið ferðinni - hvenær þú lærir - hve hratt þú ferð yfir - hve oft þú vilt hlusta og verið þar sem þér finnst þægilegast að læra!  Það eina sem þú þarft er internet og sími, spjaldtölva eða PC/Mac. Taktu því skrefið strax í dag!

Námskeið Hraðlestrarskólans

Í boði eru nokkur námskeið þó svo að áherslan okkar sé að sjálfsögðu á hin almennu hraðlestrarnámskeið. en við erum einnig með 6 vikna fjarnámskeið, Hraðlestur fyrir alla og Hraðlestrarkrakka.

 

Sex vikna hraðlestrarnámskeið – í fjarnámi. Sex vikna hraðlestrarnámskeið sem kennt er í gegnum kennsluvef Hraðlestrarskólans. Þá fær nemandi aðgang að nýju kennsluefni einu sinni í viku, þar sem hann getur farið í gegnum myndskeið og kennsluefni á vef. Í hverri viku tekur hann árangursmat og sinnir 30-60 mín. daglegum æfingum. Gert er ráð fyrir að lágmarki klukkustundar daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í námskeiðsgögnum. Kíktu á frekari upplýsingar um 6 vikna fjarnámskeið.

Algengur árangur: Tvöföldun til þreföldun á lestrarhraða, 15-20% aukning á skilningi.

Þrjár útfærslur á hraðlestrarnámskeiði – 6 vikna, 3 vikna og helgar. Nemandi sækir námskeið með kennara. Öll almennu hraðlestrarnámskeiðin okkar taka nemendur í gegnum grunntækni og lestur á afþreyingarefni eins og skáldsögum, leiða þau svo áfram inn í lestur á flóknari lesefni, vinnutengdu lesefni, námsefni og hvernig við beitum okkur við lestur á slíku efni. Á námskeiðinu er tekið stuttlega á glósum, tímastjórnun, markmiðasetningu og einbeitingu. Á öllum námskeiðum er sama efni kennt, sömu glærur og sömu æfingar – eingöngu mishratt farið í gegnum efnið. Kíktu á frekari upplýsingar um almenn hraðlestrarnámskeið.

Algengur árangur: Tvöföldun til fjórföldun á lestrarhraða, 20-25% aukning á skilningi.

Hraðlestur fyrir alla + 7 daga æfingaferli á vef – 4 klst. um hraðlestur í léttu lesefni – hentar fullkomlega fyrir skáldsögur.  Hraðlestur fyrir alla – er ætlað þeim er vilja fá grunnþekkingu í hraðlestrartækninni strax og þannig auðvelda þeim að lesa fleiri skáldsögur, lestrarhraði er hartnær tvöfaldaður á fjögurra tíma námskeiði og síðan festur í sessi í gegnum 7 daga æfingaferli á kennsluvef Hraðlestrarskólans. Þeir sem sitja þetta námskeið tryggja sér um leið betra verð á almennt hraðlestrarnámskeið (6 vikna, 3 vikna eða helgarnámskeið). [Frekari upplýsingar eru væntanlegar].

Algengur árangur: Rúm tvöföldun á lestrarhraða, Rúm 10% aukning á skilningi.

Hraðlestrarkrakkar – hraðlestur fyrir 10-12 ára hefst mánaðarlega.  Á þessu námskeiði höfum við bara eitt markmið. Að festa þá venju í sessi að barnið þitt lesi 1-2 bækur í mánuði. Á þremur vikum bendum við börnunum á leiðir til að njóta bóka – að hafa gaman af þeim – og að hlakka til þess að lesa enn fleiri bækur. Þegar þeim áfanga er náð er eftirleikurinn auðveldur fyrir þig – að tryggja það að barnið þitt hafi alltaf nægan aðgang að góðum bókum. Kíktu á frekari upplýsingar um Hraðlestrarkrakka.
Námstækninámskeið Hraðlestrarskólans – þegar þú vilt auðvelda þér námið!  Námstækninámskeiðin okkar eru öll kennd í fjarnámi á kennsluvef Hraðlestrarskólans. Öll bjóða þau 4 vikna æfingaferli, þar sem þú ert vikulega að skila verkefni sem hjálpar þér að festa kunnáttuna enn betur í sessi. Kennum þér að glósa betur, undirbúa þig fyrir prófin, farið enn dýpra í það hvernig á að vinna úr námsbókunum, markmiðasetning, skipulag í námi og tímastjórnun. Kíktu á frekari upplýsingar um Námstækninámskeiðin.

4 vikna EINKAKENNSLA í fjarnámi + 6 vikna fjarnámskeið!  4 vikna EINKAKENNSLA Hraðlestrarskólans er ætluð þeim er þurfa að fá grunnþekkingu í hraðlestrartækninni fljótt og undir leiðsögn kennara í gegnum vef. Nemanda er þá fylgt eftir í 4 vikur með blöndu af einkakennslu í gegnum SKYPE eða GOOGLE+, myndskeiðum á kennsluvef Hraðlestrarskólans, vikulegum æfingum og prófum með kennara. Kennslan fer almennt fram fyrri hluta dags – fyrir eða eftir hádegi – og þá eftir hentugleika nemanda. Námskeiðið veitir um leið aðgang að 6 vikna hraðlestrarnámskeiði í fjarnámi sem nemandi getur tekið samhliða, í beinu framhaldi eða hvenær sem það hentar þeim. Kynntu þér frekari upplýsingar um einkakennsluna okkar.