Af hverju höfum við öll burði til að lesa hraðar?

Ástæðan fyrir því að við höfum öll burði til að lesa hraðar er einföld. Við höldum of lengi í gamlar úreltar lestrarvenjur og áttum okkur ekki á að lestrarvenjan – líkt og allar aðrar venjur – þarf að uppfærast í takt við þarfir okkar.

Á hraðlestrarnámskeiðunum tek ég fyrir 6 ástæður sem halda aftur af okkur í lestrinum en ætla að taka hér fyrir þær þrjár helstu. Þetta eru þær venjur sem halda aftur af velflestum og er mikilvægast að tækla í upphafi.

Þessi þrjú atriði eru:

  1. Að lesa orð fyrir orð upphátt í huganum
  2. Augun lesa því orð fyrir orð í textanum
  3. Endurlesa efnið – augun að stoppa og stökkva tilbaka
Vandamál 1: Að lesa orð fyrir orð upphátt í huganum

1. Að lesa orð fyrir orð upphátt í huganum

Þetta er atriði sem mörg ykkar finna fyrir þegar þið lesið. Þessi venja verður í raun til um leið og við lærum að lesa á yngri árum en þá er okkur kennt að lesa upphátt úr efninu – enda oft eina leiðin fyrir foreldra og kennara að vita hvernig okkur gengur í lestri. Þegar við höfum náð ákveðinni færni – þá nennir enginn að hlusta á okkur og við vinsamlega beðin um að lesa í hljóði. En við höldum áfram að lesa upphátt – núna í huganum.

Hér þurfum við að hafa í huga að hugurinn okkar þarf ekki að heyra hvert einasta orð lesið upphátt, þó það séu einhverjir sem séu með það á hreinu að eina leiðin fyrir þá til að hafa skilning á því efni sem þeir lesa, sé að heyra orðin upphátt í huganum.  Það sem við þurfum að læra að nota er orðaforðinn sem við búum yfir í lesefni. Mörg þessara orða sem við lesum eru komin í orðaforðann okkar og það er í raun nóg fyrir okkur að sjá orðið til að þekkja merkingu þess og markmið orðs innan setningar. Við þurfum í raun bara að sjá orðið en ekki lesa það.

Þannig erum við í raun að beita sömu verkfærum – sömu hæfni – og þegar við lærðum að lesa. Þegar við lærðum að tvinna saman bókstafi – og þannig mynda orðin. Núna þegar orðin eru komin í orðaforðann okkar ætlum við að taka næsta skref – og beitum til þess sömu verkfærum og áður – að tvinna saman nokkur orð í einu. Lesa tvö, fjögur, jafnvel fleiri orð í einu. Hugurinn okkar ræður mjög auðveldlega við þetta verkefni og erum þannig að nýta betur þann orðaforða sem við búum yfir í dag.

Kíktu á upplýsingar um vandamál 2 hér að neðan!

Vandamál 2: Augun lesa því orð fyrir orð í textanum

2. Augun lesa orð fyrir orð í textanum

Þegar við lærðum að lesa var okkur kennt að taka alltaf eitt orð í einu – lásum eitt orð – stoppum þar – tökum síðan næsta orð –stoppum þar og héldum þannig áfram í gegnum textann. Þetta stopp á milli orða er jafnan að taka um ¼ úr sekúndu og upp undir ½ sekúndu í léttu lesefni en allt frá 1 sekúndu og upp undir 1 ½ sekúnda í flóknari texta, námsbókum, handbókum, fræðitexta eða erlendum texta.

Ef við erum að lesa bók með um 350 til 380 orðum á hverri blaðsíðu og erum að stoppa allt upp undir ½ til 1 sekúndu við hvert orð – þá tekur það okkur um 175 sekúndur og upp undir 380 sekúndur að lesa hverja blaðsíðu. Eða um 3 mínútur og upp undir 6 mínútur að lesa hverja blaðsíðu og efnið fyrir vikið ekki eins spennandi eða áhugavert. Einbeitingarleysi við lesturinn fer fyrir vikið að verða meiri og við stöðugt að hugsa út fyrir efni bókar – um önnur verkefni sem bíða, matinn á eftir eða kvikmyndir sem við höfum séð nýlega.

Augun okkar hafa burði til að lesa mikið hraðar – það sem við þurfum að þjálfa þau í að gera er að lesa fleiri en eitt orð í einu. Þjálfa augun okkar að víkka út sjónsviðið og grípa tvö, þrjú eða fleiri orð í einu.  Augun okkar ráða mjög auðveldlega við það.

Þegar við erum úti að ganga, keyra bíl eða í íþróttum að spila fótbolta, handbolta eða eitthvað slíkt. Þá sjáum við ekki bara einn gangandi vegfaranda í einu, við sjáum ekki bara einn bíl í einu í umferðinni og við sjáum ekki bara einn leikmann í einu í íþróttaleiknum. Sjónsvið okkar ræður við að grípa mikið meira af upplýsingum en það. Er að grípa örlitlar breytingar á umhverfi, bíll að koma aðvífandi, barn að hlaupa eftir gangbraut, bolti á lofti í boltaleik og við erum að taka viðeigandi ráðstafanir.

Þegar þú ert að lesa textann þinn þá ertu að beita augunum á mjög þröngu sjónsviði fyrir framan þig, kannski að lesa 7 til 12 orða línu. Auðvitað hafa augun þín tök á að lesa fleiri en eitt og eitt orð í einu. Þau hafa burði til að sjá tvö, þrjú, jafnvel upp undir sex orð í einu og fyrir vikið hafa þau tök á að lesa mikið hraðar.

Þau eru bara óvön því – þú hefur hingað til neitað þeim um þetta af því að gamla lestrarvenjan sagði þér að taka bara eitt og eitt og eitt orð í einu.  Hér þarftu að taka meðvitaða ákvörðun um að breyta þessu, því augun þín og hugurinn ráða við mikið meira.

Kíktu á upplýsingar um vandamál 3 hér að neðan!

Vandamál 3: Endurlesa efnið – augun að stoppa og stökkva tilbaka

3. Endurlesa efnið – augun stoppa og stökkva tilbaka

Þetta er vandamál sem oft er bundið við þyngri texta en þó ekki alltaf – fer mikið eftir hve vel við náum að halda einbeitingu í léttari texta, líkt og skáldsögum.  Þegar við lesum efnið okkar þá eiga augun okkar til að stoppa við orð eða stökkva tilbaka í texta og endurlesa, sömu orðin, sömu setningar – jafnvel aftur og aftur.

Þetta gerist yfirleitt vegna einbeitingarleysis eða öryggisleysis. Datt ég út við lesturinn eða er ég að skilja efnið rétt? Átta ég mig nægilega vel á því hvað höfundur er að reyna að miðla til mín?  Þessi endurlestur – jafnvel síendurtekni lestur – á efni sem við höfum lesið er eingöngu að tefja fyrir okkur og halda aftur af okkur. Því það hefur sýnt sig aftur og aftur – að hugurinn var að meðtaka efnið – öryggisleysið sem kom upp kallaði bara eftir því að við læsum textann aftur og þannig að ýta undir sterkari tilfinningu um að skilningur væri til staðar.

En hver er fórnarkostnaður þess að endurlesa textann okkar svona ómarkvisst? Jú – það tekur okkur nú mun lengri tíma að lesa efnið. Í venjulegri 300 blaðsíðna bók gæti þetta verið hátt í 400 aukamínútur sem við erum að taka í að lesa textann en er ekki að skila okkur meiri kunnáttu eða þekkingu í lesefninu.

Lykilatriðið hér er að fá sannfæringu fyrir því að lesefnið hafi skilað sér með góðum hætti og það eru til aðrar leiðir en svona ómarkviss endurlestur á lesnu efni.  Leiðir þar sem við þjálfum okkur í að fá mun skýrari tilfinningu fyrir lesefni með breyttum lestrarvenjum – og þá sérstaklega í námsefni og flóknari texta.

Þetta vandamál kemur líka til af því að augun hafa komist upp með að stökkva í texta, stoppa í texta og fara of hægt í gegnum lesefni – eru að skríða í gegnum textann í stað þess að læra að ganga eða hlaupa í gegnum textann.  Þetta gerist vegna þess að augunum okkar er það eðlislægt að stökkva í umhverfinu til að sækja upplýsingar. Þessi hegðun augna okkar kallast örflökt eða örkippir og gerir augunum okkar kleift að sjá skýrar og fylla upp í þessa fullkomnu mynd sem hugurinn okkar notar til að taka ákvarðanir útfrá breytingum í umhverfinu, sem dæmi, er bíll að koma, barn að hlaupa eða bolti á lofti.

Augun okkar halda áfram að stökkva svona í lesnu efni en hér erum við að fara í gegnum upplýsingar sem hafa verið meðhöndlaðar, unnar fyrir okkur og settar upp í beinar línur. Við megum ekki leyfa augunum að halda áfram að nota örkippina í að stökkva um umhverfið og sækja upplýsingar – því núna eru upplýsingarnar í beinum línum beint fyrir framan okkur.

Skrefið til að laga þetta er einfalt. Taka stjórnina í okkar hendur með því að nota fingur, penna, blýant – og leiða augun okkar í gegnum þessar beinu línur. Stjórna því hvaða orð við erum að lesa og hve hratt við lesum þessi orð.  Augun okkar eiga fyrir vikið auðveldara með að meðtaka, vinna úr og lesa í gegnum efnið – og eru fyrir vikið mun fljótari að því.

Hvað er til ráða?

Jú – það sem við þurfum að gera er að uppfæra lestrarvenjur okkar í takt við lestrarþarfir okkar í dag. Við búum yfir miklum orðaforða, við ráðum því við mun meiri lestrarhraða. Þú ert því að  tvinna saman orðin núna í stað þess að lesa bókstafi – notar einfaldlega orðaforðann þinn og ert að tvinna saman nokkur orð og færð þannig merkingu úr lengri texta.  Augun þín ráða við að meðtaka fleiri orð í einu. Hugurinn þinn ræður mjög auðveldlega við að meðtaka fleiri orð í einu. Þú mátt ekki leyfa gömlum lestravenjum að trufla þig.

Við ætlum í raun einfaldlega að taka stjórn á hreyfingu augna okkar með því að leiða þau í gegnum lesefnið. Línu fyrir línu og þannig gefa augunum og huganum verkfærin til að lesa hraðar og markvissar. Vandamálið okkar í dag eru því eingöngu gamlar úreltar venjur sem þú hefur leyft að ílengjast og þannig halda aftur af þér – og þú fékkst aldrei hjálp við að uppfæra þessar venjur og fikra þig yfir á næsta stig.

Kíktu á upplýsingar um hvort allir geti lært að lesa hraðar NÚNA!

Ekki láta gamlar úreltar lestrarvenjur halda aftur af þér og taktu á vandamálinu STRAX!

Ég las mjög hægt sem hafði mikil áhrif á afköst í námi.  Nú hef ég um það bil fjórfaldað hraðann minn og skil betur það sem ég les.  Ég finn strax, eftir 3 vikur, að ég hef meiri tíma til að leika með börnunum mínum.

Hafdís Erla Árnadóttir, 32 ára nemi.

Skráðu þig NÚNA!